Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

22. fundur 17. október 2016 kl. 13:00 - 14:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Gestsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2016

Málsnúmer 201603088

Tekin fyrir styrkumsókn frá Stefaníu Malen Stefánsdóttur skólastjóra Brúarásskóla vegna námsferðar 11 starfsmanna Brúarásskóla til Helsinki í Finnlandi 21.-22. apríl sl. Ekki hefur áður verið sótt um styrk til sjóðsins fyrir umræddan hóp.

Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda ferðastyrk að hámarki kr. 13.000 á þátttakenda, alls kr 143.000. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið eða námsferðina. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn um styrk vegna diplómanáms í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Sótt er um styrk vegna námskeiðsgjalda, ferðakostnaðar, uppihalds og bókakaupa. Umsækjandi er kona og hefur ekki áður sótt um til endurmenntunarsjóðs.

Samkvæmt skriflegum upplýsingum frá leikskólastjóra, er umsækjandi með samning um afslátt af vinnuskyldu, til samræmis við reglur Fljótsdalshéraðs um sí- og endurmenntun. Samkvæmt núgildandi reglum getur hann ekki jafnframt fengið styrk úr endurmenntunarsjóði.
Umsókninni er því hafnað á þessu stigi, en umsækjanda bent á að senda aftur inn fyllri umsókn á vorönn á nýju umsóknareyðublaði, þar sem til umræðu er að endurskoða reglurnar varðandi þetta ákvæði.


Tekin fyrir umsókn um styrk vegna diplómanáms í sérkennslufræðum við Háskólann á Akureyri. Sótt er um styrk vegna tölvu- og bókakaupa. Umsækjandi sem er kona hefur ekki áður sótt um til endurmenntunarsjóðs.

Samkvæmt skriflegum upplýsingum frá leikskólastjóra, er umsækjandi með samning um afslátt af vinnuskyldu, til samræmis við reglur Fljótsdalshéraðs um sí- og endurmenntun. Samkvæmt núgildandi reglum getur hann ekki jafnframt fengið styrk úr endurmenntunarsjóði.
Umsókninni er því hafnað á þessu stigi, en umsækjanda bent á að senda aftur inn fyllri umsókn á vorönn á nýju umsóknareyðublaði, þar sem til umræðu er að endurskoða reglurnar varðandi þetta ákvæði.

Fundi slitið - kl. 14:15.