Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

26. fundur 23. október 2018 kl. 12:00 - 13:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Sigríður Herdís Pálsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2018

Málsnúmer 201803135Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fjórar umsóknir frá starfsmönnum.

Tekin fyrir umsókn vegna Norrænu barnaverndarráðstefnunnar sem haldin var 5. til 7. september í Reykjavík. Umsækjandi er kona.
Umsækjandi hefur ekki sótt um styrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 45.000 sem hluta af umræddu ráðstefnugjaldi. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn vegna fagnámskeiðsins Kvíði barna og unglinga, sem haldið var í Reykjavík 5. október sl. Umsækjandi er kona.
Umsækjandi hefur ekki sótt um styrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 38.900 sem hluta af námskostnaði. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn vegna námskeiðsins Andlegt hjartahnoð, sem haldið var á Egilsstöðum dagana 13.-14. október. Umsækjandi er kona.
Umsækjandi fékk síðast úthlutað styrk úr sjóðnum árið 2015.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 15.000 vegna kostnaðar við námskeiðið. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Tekin fyrir umsókn vegna námskeiðsins Jákvæð sálfræði og núvitund, sem haldið var á Egilsstöðum á tímabilinu 12. september til 10. október. Umsækjandi er kona.
Umsækjandi hefur ekki sótt um einstaklingsstyrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 28.000 vegna kostnaðar við námskeiðið. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Fundi slitið - kl. 13:00.