Atvinnu- og menningarnefnd

7. fundur 30. október 2014 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Björnsdóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Hlutafjáraukning í Gróðrastöðinni Barra ehf.

Málsnúmer 201410116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Gróðrastöðinni Barra ehf, dagsett 24. október 2014, undirritað af Skúla Björnssyni f.h. stjórnar, þar sem hluthöfum er boðið að skrá sig fyrir auknu hlutafé í félaginu.

Á fundi bæjarráðs 27. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi hluthafafund Gróðrarstöðvarinnar Barra og fór yfir umræður þar og kynnti beiðni um hlutafjáraukningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar og að hún taki afstöðu til mögulegrar ráðstöfunar fjármagns úr atvinnumálasjóði til hlutafjáraukningar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin afgreiði málið fyrir næsta fund bæjarráðs nk. mánudag.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrastöðinni Barra ehf verði aukinn í hlutfalli við eign sjóðsins í félaginu, um allt að kr. 3.638.321, miðað við að tilgreint lágmark safnist í heild sem aukið hlutafé. Nefndin leggur til að þetta verði samþykkt sem viðauki.

Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, sat hluta fundarins undir þessum lið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.