Upphaf skólastarfs í grunnskólum skólaárið 2020-2021

Málsnúmer 202009020

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 292. fundur - 08.09.2020

Ruth Magnúsdóttir sagði frá að skólastarf í Egilsstaðaskóla hafi farið af stað með þeim takmörkunum sem covid faraldurinn hefur sett því. Nemendur eru nú samtals 381. Fullmannað er í öll störf við skólann.

Anna Birna Einarsdóttir sagði frá að í Fellaskóla hafi verið lögð áhersla á alls kyns útiveru í upphafi skólastarfs í Fellaskóla. Fullmannað er í allar stöður við skólann. Gerðar hafa verið breytingar á kennsluháttum og nú er unnið í teymum í öllu skólastarfinu.

Ásgrímur Ingi sagði frá að litlar breytingar hafi orðið á nemendafjölda. Nokkrar breytingar eru á starfsmannahópnum en fullmannað er í allar stöður við skólann.

Lagt fram til kynningar.