Upphaf skólastarfs í leikskólum skólaárið 2020-2021

Málsnúmer 202009019

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 292. fundur - 08.09.2020

Skólastjórar leikskólanna sögðu frá upphafi skólastarfs á nýju skólaári en aðlögun nýrra leikskólabarna er að ljúka um þessar mundir.

Guðmunda Vala sagði frá að á Hádegishöfða er áfram unnið að þróun samstarfs í teymum í skólanum. Menntunarstig starfsmannahópsins hefur hækkað frá síðasta skólaári.

Sigríður Herdís sagði frá að í Tjarnarskógi hafa 44 ný börn hafið leikskólagöngu nú í haust. Langflestir nemendur í Tjarnarskógi eru í leikskólanum í 7 eða 8 tíma daglega. Hún benti á að kjarasamningsbundinn réttur til aukins undirbúnings skv. nýjum samningum nemur tæpum 2 stöðugildum í skólanum, en sá réttur virkjast frá 1. október nk.

Lagt fram til kynningar.