Upphaf skólastarfs í tónlistarskólum skólaárið 2020-2021

Málsnúmer 202009018

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 292. fundur - 08.09.2020

Sóley Þrastardóttir sagði frá upphafi skólastarfs í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum en þar hefur nemendum fjölgað frá síðasta skólaári, enda stórir árgangar að skila sér inn í skólann. Skólinn hefur nú tekið í notkun 2 nýjar skólastofur sem bæta aðstöðu hans mjög mikið.

Drífa Sigurðardóttir sagði frá upphafi skólastarfs í Tónlistarskólanum í Fellabæ, þar eru ekki miklar breytingar frá síðasta ári, þó er nú sú nýbreytni að samstarf er við grunnskólann um forskóla fyrir nemendur í 1. bekk. Húsnæðismál skólans eru hamlandi þar sem skólinn getur nú ekki nýtt stofu í kjallara hússins sem hefur verið notuð hingað til en mál eru leyst í góðu samstarfi skólans við grunnskólann.

Skólastarf í Tónlistarskólanum í Brúarási fer vel af stað og er með hefðbundnum hætti.

Lagt fram til kynningar.