Sjálfsmatsskýrsla Egilsstaðaskóla skólaárið 2019-2020

Málsnúmer 202009013

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 292. fundur - 08.09.2020

Ruth Magnúsdóttir kynnti stuttlega fyrirliggjandi sjálfsmatsskýrslu. Nokkur umræða spannst um atriði í skólastarfi á grundvelli skýrslunnar. Fram kemur að kennarar kalla eftir auknum úrræðum til að bregðast við agamálum. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn í nýju sveitarfélagi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir nemendur með félags-, tilfinninga- og hegðunarvanda.

Það er áhyggjuefni að svo virðist sem foreldrar fylgist síður með námi barnanna en gerist á landsvísu. Vera kann að minnkandi áhugi á lestri yngri nemenda tengist þessu.

Fræðslunefnd þakkar afar vel unna og greinargóða skýrslu og hvetur til að hún verði nýtt til úrbóta þar sem tilefni er til.

Lagt fram til kynningar.