Sveitarstjórnarkosningar 2020

Málsnúmer 202003080

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 310. fundur - 18.03.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti málið og framlagða tillögu. Aðalsteinn Ásmundarson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Björg Björnsdóttir, sem bar fram fyrirspurnir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum, Anna Alexandersdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Hannes Karl Hilmarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu Undirbúningsstjórnar sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um að sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara 18. apríl næstkomandi verði frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.08.2020

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hvetur ungt fólk sérstaklega til þess að láta sig málefni samfélagsins varða, kynna sér fólk og málefni og nýta kosningarétt sinn í sveitarstjórnarkosningum fyrir nýtt sveitarfélag sem fram fara laugardaginn 19. september 2020.

Ráðið hyggst senda öllum framboðum spurningalista og deila svörum þeirra á samfélagsmiðlum sínum.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.