Lóðamál Miðvangi 13

Málsnúmer 202003078

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 129. fundur - 25.03.2020

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir tilögu að breytingu á lóðamálum fyrir Miðvang 13.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu lóðamála Miðvangs 13. Á lóð eru tvær eignir, verslun og bensínstöð.
Lagt er til að í samráði við hagsmunaaðila lóðar verði búin til ný lóð fyrir bensínstöð og að stærð lóðar fyrir verslunarhúsnæði verði leiðrétt í samræmi við uppdrátt 1921-011-046 Miðvangur 9 og 13.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135. fundur - 24.06.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis í samræmi við gögn fundar.

Lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.