Störf stofnana ríkisins á landsbyggðinni

Málsnúmer 201910157

Atvinnu- og menningarnefnd - 94. fundur - 28.10.2019

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 24. október 2019, frá Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur, þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld bindi ekki skrifstofustörf við ákveðna bæjarkjarna.

Atvinnu- og menningarnefnd minnir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi byggðaaðgerðir á landsbyggðinni þar sem talað er um að ráðuneyti og stofnanir ríkisins skuli auglýsa störf án staðsetningar, eins og kostur er.
Starfsmanni falið að koma erindi þessu til ráðuneytis byggðamála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.