Fyrir liggur að tilnefna fulltrúa í stað Arons Steinars Halldórssonar sem hefur látið af nefndarstörfum vegna náms, í starfshóp um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 13. maí 2019 undir máli 201809013.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Ingibjörg Jónsdóttir verði fulltrúi í starfshópnum í stað Arons Steinars.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd samþykkir að tilnefna Stefán Boga Sveinsson og Guðrúnu Schmidt til setu í starfshópnum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.