Mótmæli fyrir umhverfið

Málsnúmer 201904032

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 79. fundur - 08.04.2019

Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stendur fyrir loftslagsverkfalli við skólann miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl.12:00.

Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, m.a. annars staðar á Íslandi, í Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Svíþjóð.

Ungmennaráð hrósar NME fyrir frábært framtak og hvetur ungmenni, ráðamenn og aðra íbúa til að fjölmenna á verkfallið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.