Ný tillaga að samstarfi Fljótsdalshéraðs við Villiketti, félagasamtök

Málsnúmer 201902083

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 107. fundur - 27.02.2019

Dýraverndunarfélagið VILLIKETTIR kt. 710314-1790, óskar eftir samstarfi við Fljótsdalshérað í fyrirhuguðu átaki við föngun ómerktra katta þann 18. febrúar til 8. mars næstkomandi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og bendir á að öllum einstaklingum er heimilt að sækja um og skrá fangaðan kött á sitt nafn í samræmi við Samþykkt um kattahald og önnur gæludýr en hunda á Fljótsdalshérði. Samkvæmt áður nefndri samþykkt er ekki heimilt að skrá dýr á félagasamtök.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109. fundur - 27.03.2019

Farið yfir afstöðu MAST til samstarfs við Villiketti félagasamtök.

Lagt fram til kynningar.