Endurskoðun fæðisgjalds í Stólpa

Málsnúmer 201901172

Félagsmálanefnd - 170. fundur - 28.01.2019

Fæðisgjald í Stólpa, hæfingu og iðju hefur verið það sama síðan árið 2011 og hafa starfsmenn málaflokksins lagt til endurskoðun á gjaldinu til samræmis við heimsendan mat þar sem verð fyrir bakkamat er 1070,- kr. Fæðisgjaldið er nú 500,- kr. og innifelur morgunmat, hádegismat og kaffihressingu. Nefndin bendir á mikilvægi þess að notendur þjónustunnar komi að matargerð og undibúningi matmálstíma. Nefndin samþykkir að hækka fæðisgjald í skrefum, í þetta skiptið úr 500,- kr. í 700,- kr. Verðbreyting tekur gildi 1. mars n.k. Næsta endurskoðun fæðisgjalds fer fram samhliða fjárhagsáætlunargerð ársins 2020.

Samþykkt samhljóða.