Sjálfbærar borgir framtíðarinnar (e. Cities that Sustain Us)

Málsnúmer 201901167

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 455. fundur - 28.01.2019

Verkefnið Cities that Sustain Us (CiSuUs) er rannsóknar- og þróunarverkefni sem miðar að því að kanna sálfræðilegt samspil fólks og umhverfis með hagnýtingu gagnvirks, þrívíðs sýndarveruleika. Undir merkjum CiSuUs hefur tilraunastofa í sýndarveruleika verið þróuð en hún opnar áhugaverða möguleika á rannsóknum, niðurstöðum og framsetningu sem gætu leitt til betur upplýstrar ákvarðanatöku og meiri umhverfisgæða.
Cities that Sustain Us-verkefnið hefur síðan 2016 notið styrks frá Tækniþróunarsjóði og fyrir dyrum stendur að sækja um frekari styrk.
Að baki verefninu standa dr. Hannes Högni Vilhjálmsson (ábyrgðarmaður) dr. Kamila Rún Jóhannsdóttir og dr. Páll Jakob Líndal hjá gerfigreindarsetri Háskólans í Reykjavík (CADIA)og dr. Terry Hartig hjá Uppsala-háskóla í Svíþjóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fljótsdalshérað lýsir yfir áhuga á samstarfi við CiSuUs í því verkefni sem hér er sótt um fjármuni til. Framlag Fljótsdalshéraðs fælist í því að vera rannsóknarhópi innan handar um gögn sem gætu nýst, veita ráðgjöf og skapa vettvang fyrir hagnýtingu þeirra afurða og niðurstaðna sem úr verkefninu koma.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.