Beiðni um stuðning við útgáfu þriggja bóka

Málsnúmer 201901011

Atvinnu- og menningarnefnd - 80. fundur - 07.01.2019

Fyrir liggur bréf dagsett 30. desember 2018, frá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi, þar sem leitað er eftir stuðningi við ljóðabókaútgáfu félagsins á árinu 2019. En þá gefur félagið út þrjár bækur, höfundar tveggja þeirra eru af Fljótsdalshéraði og þýðandi þeirrar þriðju er þar búsettur.

Atvinnu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að styrkja útgáfuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.