Jólaleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs 2018

Málsnúmer 201811058

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 21.11.2018

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að jólafrí bæjarstjórnar hefjist eftir fund hennar 5. desember. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 16. janúar.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarráð fari með
fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá 6. desember og til og með 7. janúar, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.
Fastir fundir bæjarráðs á þeim tíma verða 10. desember, 17. desember og 7. janúar. Þar fyrir utan verður boðað til bæjarráðsfunda ef þörf krefur.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fundir hennar fram að sumarleyfi 2019 verði sem hér segir:
16. janúar
6. og 20. febrúar
6. og 20. mars
3. og 17. apríl
2. og 15. maí
5. og 19. júní

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.