Stórurð - Náttúruperla

Málsnúmer 201808188

Náttúruverndarnefnd - 10. fundur - 21.09.2018

Náttúruverndarnefnd vill minna alla þá sem ferðast um náttúru landsins á mikilvægi þess að ganga vel um viðkvæm náttúrusvæði. Sérstaklega verður að gera þá kröfu til þeirra sem skipuleggja hópferðir á hestum eða farartækjum að tekið sé tillit til landgæða á einstökum stöðum og að umgengni um land sé með þeim hætti að ekki hljótist skaði af.

Náttúruverndarnefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar og starfsmanni að ræða við landeigendur að Stórurðarsvæðinu um það hvort og með hvaða hætti þessir aðilar geti unnið saman að vernd svæðisins, ásamt því að tryggja áhugasömum aðgengi að þessari dýrmætu náttúruperlu án þess að það komi niður á hefðbundnum nytjum landsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.