Malarnáma á Eyvindarárdal

Málsnúmer 201805113

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92. fundur - 23.05.2018

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdnefnd liggur erindi frá Steinþóri Guðna Stefánssyni f.h. Austverks ehf. þar sem hann óskar eftir að fá keypta möl úr efnisnámu sveitafélagsins á Eyvindarárdal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að efnisnáma á Eyvindarárdal verði rekinn af sveitafélaginu fram til áramóta. Skipulags- og byggingarfulltrúa og forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar verði falinn umsjón með rekstri námunar.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.