Tilkynning um niðurfellingu Hleinargarðsvegar af vegaskrá

Málsnúmer 201804046

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 90. fundur - 25.04.2018

Lögð er fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Hleinargarðsvegar nr. 949-01 af vegaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir athugasemd við áformin í ljósi þess að fyrirhuguð er atvinnustafsemi á jörðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.