Ósk um umsögn vegna fyrirhugaðra byggingar á lóð Verslir 1 ( í landi Uppsala)

Málsnúmer 201802132

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 86. fundur - 28.02.2018

Erindi frá Jóni Metúsalem Einarssyni þar sem óskað er eftir umsögn um byggingaráform.

Nefndin bendir á að þar sem áformin eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag getur hún ekki veitt umsögn.

Nefndin bendir á að í 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er heimild til að vikja frá skilmálum deiliskipulags ef um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.