Snjómokstur á Jökuldal

Málsnúmer 201802129

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 86. fundur - 28.02.2018

Erindi frá ábúanda Klaustursels þar sem óskað er efir samvinnnu um vetrarþjónustu á Efri-Jökuldal.

Nefndin hafnar þeim hluta erindisins sem snýr að snjómokstri á þjóðvegi um Efri-Jökuldal og Hrafnkelsdal þar sem snjómokstur á því svæði er í umsjón Vegagerðarinnar sem sér um samninga við verktaka.

Að því er varðar heimreið beinir nefndin því til forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar að hann notfæri sér tækjakost bréfritara þegar það á við.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli og kannað hvort einstök svæði eigi rétt á meiri þjónustu en nú er veitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.