Fasteignamat á vatnsréttindum í Lagarfossvirkjun og Grímsárvirkjun

Málsnúmer 201712121

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, þar sem vísað er til bréfs Fljótsdalshéraðs dagsettu 25. janúar 2016. um fasteignamat á vatnsréttindum í Lagarfossvirkjun og Grímsárvirkjun.

Fram kemur að á vormánuðum 2017 hófst gagnasöfnun Þjóðskrár Ísl. vegna vinnu við að nýskrá og endurmeta vatnsorku- og jarðhitaréttindi fasteigna. Nú stendur yfir úrvinnsla þessara gagna og því ljóst að málsmeðferð mun tefjast af þeim sökum.

Bæjarráð hvetur til að umræddri vinnu verði hraðað eins og kostur er.