Miðvangur 31/nýting svæðis

Málsnúmer 201712119

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Lagt fram erindi frá Bylgju Borgþórsdóttur, fh. starfshóps sveitarfélagsins um Attractive towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all.“
Þetta verkefni er á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og snýr að bættu lífi og sjálfbærni í smærri bæjum og borgum á
Norðurlöndunum.
Fram kemur að starfshópurinn sér fyrir sér að vænlegt sé að nýta þetta svæði og húsnæðið að Miðvangi 31 í tengslum við framþróun þessa verkefnis í sveitarfélaginu.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá starfshópnum um þeirra hugmyndir og boðar fulltrúa hans á næsta bæjarráðsfund til að fara betur yfir málið.