Samanburður á þjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201712117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr ánægjukönnum Gallup með þjónustu sveitarfélaga í landinu. Í gögnunum kemur fram að 171 íbúi Fljótsdalshéraðs tók þátt í könnuninni.
Fljótsdalshérað kemur almennt nokkuð vel út úr könnuninni og skorar sérstaklega hátt varðandi þjónustu við fatlaða og eldri borgara.
Ánægja íbúa með umhverfismál, grunnskóla og sorphirðu er einnig í hærra lagi hjá Fljótsdalshéraði þegar sveitarfélög eru borin saman.
Ásamt samgöngumálum er íþróttaaðstaða sá þáttur sem íbúum finnst að þurfi helst að bæta. Þar á eftir koma leikskólamál og skipulagsmál.