Háskólasetur Austfjarða

Málsnúmer 201712051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 411. fundur - 08.01.2018

Lagt fram bréf frá Fjarðabyggð dagsett 19. desember sl. vegna samstarfs um undirbúning háskólaseturs, þar sem bæjarráð Fjarðabyggðar býður Fljótsdalshérað velkomið til samstarfs um verkefnið og aðkomu að stýrihópi vegna háskólanáms á Austurlandi með fjárframlagi.
Bréfið er svar við bókun bæjarráðs um málið frá 2. júlí 2017.

Einnig lagður fram tölvupóstur frá Páli Björgvin Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðabyggðar frá 13. desember, þar sem hann upplýsir að staða verkefnastjóra verði auglýst á næstu dögum og staðsetning hans verði í Fjarðabyggð.

Lagt fram til kynningar.


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 420. fundur - 12.03.2018

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viðauka við yflirlýsingu um samstarf í menntamálum frá 23. júní 2017.