Viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

Málsnúmer 201710026

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 78. fundur - 11.10.2017

Erindi frá Kristínu Atladóttir ábúanda á Hólshjáleigu, varðandi uppsetningu ljósastaurs við bæinn.

Umhvefis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79. fundur - 25.10.2017

Endurbætt samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósabúnaðar í dreifbýli lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykkt um viðhald ljósbúnaðar í dreifbýli og leggur til við Bæjarstjórn að hún verði samþykkt. Nefndin felur starfsmanni að láta kanna kostnað við að LED-væða lýsingu í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 108. fundur - 13.03.2019

Uppfæra þarf samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfæra áætlun og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 109. fundur - 27.03.2019

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir enduskoðun á samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli.


Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110. fundur - 10.04.2019

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir endurskoðun á samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli. Mál var áður á dagsskrá 109. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera áætlun um LED-væðingu útilýsingar í dreifbýli sem sparar sveitarfélaginu viðhaldskostnað og íbúum í dreifbýli rekstrarkostnað. Líta má á verkefnið sem tilraunaverkefni gagnvart lýsingu í þéttbýli.

Samþykkt samhljópða með handauppréttingu.