Endurbætt samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósabúnaðar í dreifbýli lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykkt um viðhald ljósbúnaðar í dreifbýli og leggur til við Bæjarstjórn að hún verði samþykkt. Nefndin felur starfsmanni að láta kanna kostnað við að LED-væða lýsingu í dreifbýli.
Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir endurskoðun á samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli. Mál var áður á dagsskrá 109. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera áætlun um LED-væðingu útilýsingar í dreifbýli sem sparar sveitarfélaginu viðhaldskostnað og íbúum í dreifbýli rekstrarkostnað. Líta má á verkefnið sem tilraunaverkefni gagnvart lýsingu í þéttbýli.
Umhvefis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að afgreiða málið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.