Lagt er fram erindi frá Eflu ehf., Kömmu Gísladóttur fyrir hönd Ylstrandar ehf.
Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæði eru færð nær þjóðvegi og þeim fjölgað.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Ylstrandar.
Athugsemd barst frá Vegagerðinni, vegna vegtengingar.
Minjastofnun vekur athygli á að ekki hafi verið hægt að skoða umrætt svæði vegna snjóa.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda Vegagerðarinnar og syðri vegtengingin verið felld út.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að ekki er heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Fyrir nefndinni liggur ósk um breytingu á deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn, tillagan var áður á dagskrá á 82. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 4.1.2018.
Nefndin hefur óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar á breytingunni og þar sem staðfesting Minjastofnunar um fornleifaskráningu liggur ekki fyrir er afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fyrir nefndinni liggur ósk um breytingu á deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn, fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar á deiliskipulagstillögunni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út að lokinni minjaskráningu.
Sótt er um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæði eru færð nær þjóðvegi og þeim fjölgað.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.
og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.