Bæjarráð fagnar þeim orðum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á aðalfundi SSA að á næsta ári verði farið í uppbyggingu þjóðvegarins í botni Skriðdals. Einnig því að hann sagði heilsársveg um Öxi forgangsverkefni í vegamálum á Austurlandi. Bæjarráð óskar eftir formlegri staðfestingu ráðuneytis og Vegagerðar varðandi framangreindar framkvæmdir.
Jafnframt kallar bæjarráð eftir skýrslu Vegagerðar sem liggur til grundvallar ákvörðunar ráðherra um staðsetningu þjóðvegar 1 um firði.
Farið yfir greinargerð Vegagerðarinnar vegna flutnings þjóðvegar 1 af Breiðdalsheiði yfir á Suðurfjarðaveg
Bæjarráð telur að fyrirliggjandi greinargerð og fleiri gögn sem bæjarráð hefur aðgang að, veki fleiri spurningar en svör. Bæjarráð krefst þess að vegamálastjóri komi hið fyrsta til fundar með bæjarráði Fljótsdalshéraðs, til að svara þeim spurningum sem vaknað hafa hjá bæjarráði. Æskilegt væri að sá fundur ætti sér stað fyrir lok næstu viku.
Lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni, þar sem fram kemur að þar sem hvorki liggi fyrir fjárlög komandi árs, né endurskoðuð samgönguáætlun, geti Vegagerðin ekki staðfest verkefni vegna uppbyggingar þjóðvegar í botni Skriðdals og heilsársvegar um Öxi. Þetta svar Vegagerðarinnar er umhugsunarefni, vegna yfirlýsinga ráðherra samgöngumála á Samgönguþingi og aðalfundi SSA á liðnum vikum, að á næsta ári yrði farið í uppbyggingu þjóðvegar í botni Skriðdals, sem og að heilsársvegur um Öxi væri forgangsverkefni í vegamálum á Austurlandi.
Málið verður m.a. rætt á fyrirhuguðum fundi bæjarráðs með fulltrúum Vegagerðarinnar þriðjudaginn 24. okt. nk.
Lagt fram til kynningar svarbréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 23.11., vegna fyrirspurnar um vegaframkvæmdir í botni Skriðdals og um Öxi.
Jafnframt kallar bæjarráð eftir skýrslu Vegagerðar sem liggur til grundvallar ákvörðunar ráðherra um staðsetningu þjóðvegar 1 um firði.