Umgengni í þéttbýlinu

Málsnúmer 201708004

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Til umræðu eru ábendingar frá íbúum um umgengni á íbúðasvæðum í þéttbýlinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir þeim eindregnu tilmælum til þeirra íbúa sem nota óbyggðar lóðir sveitarfélagsins sem geymslusvæði, að fjarlægja eignir sínar hið fyrsta. Jafnframt felur nefndin verkefnastjóra umhverfismála að hefja undirbúning að aðgerðum skv. Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss nr. 668/2010.

Nefndin hvetur íbúa til að halda lóðum sínum snyrtilegum þannig að sveitarfélagið sé okkur öllum til sóma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.