Samningur um afnotarétt bílastæða við Kaupvang 6

Málsnúmer 201707024

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73. fundur - 12.07.2017

Lögð eru fram drög að samningi milli Samkaupa og Fljótsdalshéraðs um afnotarétt af landi undir bílastæði austan Kaupvangs 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð drög að samningi milli Samkaupa og Fljótsdalshéraðs, um afnotarétt, malbikun og frágang bílastæða á bílastæðalóð sem liggur að Kaupvangi 6 og að gildistími samningsins verði 15 ár. Nefndin fer fram á að gerðar verði viðeigandi breytingar á texta.

Jafnframt staðfestir nefndin að lóðin Kaupvangur 2 er eign Fljótsdalshéraðs og gerir ekki athugasemdir við samning milli Samkaupa og húseigenda að Kaupvangi 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu