Uppsetning skilta vegna Skemmunnar

Málsnúmer 201707023

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73. fundur - 12.07.2017

Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Arnfinnsdóttur fyrir hönd Skemmukvenna þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp skilti sem vekja athygli á starfsemi þeirra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu en gefur leyfi fyrir skiltum framan við húsið og á gatnamótum Fagradalsbrautar og Kaupvangs. Það skilti skal vera í samræmi við önnur skilti sem þar eru.

Nefndin bendir á möguleika á að setja merkingar á vegvísakilti í þéttbýlinu í samráði við sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.