Verkefnisráð-samráðsvettvangur hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

Málsnúmer 201707013

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73. fundur - 12.07.2017

Erindi frá Landsneti þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í verkefnisráð - samráðsvettvang hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Árna Kristinsson í ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 463. fundur - 18.03.2019

Fram kom beiðni um skipan fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samráðsvettvangi hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

Bæjarráð gerir það að tillögu sinni að formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar verði fulltrúi sveitarfélagsins, líkt og verið hefur.