Kæra vegna skemmda við Lagarbraut

Málsnúmer 201707008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73. fundur - 12.07.2017

Lagt fram bréf frá Halldóri Vilhjálmssyni varðandi ætlaðar skemmdir á lóðum hans.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar skaðabótakröfunni en felur starfsmönnum þjónustumiðstöðvar að lagfæra þær skemmdir sem sannanlega hafa orðið vegna framkvæmda við götuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.