Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

Málsnúmer 201704041

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 383. fundur - 24.04.2017

Bæjarráð bendir á ný á bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 20.02.2013,sem var svohljóðandi:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur þá hugmynd sem fram kemur í tillögunni allsendis ótímabæra og að skynsamlegra og hagkvæmara sé að nýta það fjármagn sem til staðar er til að byggja upp, styrkja og markaðssetja þá millilandaflugvelli sem þegar eru í landinu. Benda má tillöguflytjendum á að fleiri en ein aðkomuleið er að Vatnajökulsþjóðgarði og millilandaflugvelli er að finna bæði norðan hans og austan.