Nordjobb sumarstörf 2017

Málsnúmer 201703036

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 377. fundur - 13.03.2017

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 6. mars, með ósk um að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu sumarið 2017.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar með hliðsjón af mögulegum störfum t.d. við opin svæði og garðyrkju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 6. mars, með ósk um að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu sumarið 2017.

Á fundi nr. 377, þann 13.3.2017 vísaði bæjarráð málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar með hliðsjón af mögulegum störfum t.d. við opin svæði og garðyrkju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum erindið til úrlausnar og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.