Lausar lóðir, yfirferð 2017

Málsnúmer 201701160

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Lagt er fyrir nefndina yfirlit yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði ásamt jarðkönnun á Suðursvæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að birta lista yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Jafnframt felur nefndin Skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman lista yfir lóðir sem þarf að innkalla og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 64. fundur - 22.02.2017

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman lista yfir lóðir sem þarf að innkalla og leggja fyrir næsta fund nefndar.
Lagður er listi yfir þær lóðir sem lagt er til með að innkalla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að eftirtaldar lóðir verði innkallaðar.
- Fjóluhvammur 3, 4 og 6.
- Fífuhvammur 5.
- Fénaðarklöpp 1 og 3.
- Skjólvangur 4, 5 og 6.
- Sólvangur 1 og 3.
- Skógarsel 20.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65. fundur - 08.03.2017

Lagður er fram listi yfir þrjár lóðir sem lagt er til að verði innkallaðar.

Umhverfis- og framvæmdanefnd samþykkir að eftirtaldar lóðir sem úthlutað var 2007 og 2008 verði innkallaðar:

- Kaupvangur 8
- Kaupvangur 10
- Kaupvangur 12

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.