Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Smárahvammur 3

Málsnúmer 201612093

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 155. fundur - 12.01.2017

Lagt er fram erindi Sýslumanns um umsögn á umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistinga og/eða veitingu veitinga.
Óskar Smári Haraldsson kt.220392-3179 sækir um rekstarleyfi til sölu heimagistingar í Smárahvammi 3 í flokki I, fjöldi gesta: 9.
Ábendingar bárust frá íbúum.

Staðfest er að íbúðin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi, skráð byggingarstig húsnæðis er 7 og samræmist skipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 369. fundur - 16.01.2017

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, heimagisting í flokki I - að Smárahvammi 3.
Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 01.02.2017

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, heimagisting í flokki I - að Smárahvammi 3.
Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Þessari afgreiðslu verði komið til sýslumanns, ásamt þeim athugasemdum sem bárust vegna umsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.