Umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu/Árskógar 1a

Málsnúmer 201612006

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 155. fundur - 12.01.2017

Lagt er fram erindi Sýslumanns um umsögn á umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistinga og/eða veitingu veitinga.
Nanna Ármannsdóttir kt.140877-3449 sækir um rekstarleyfi til sölu gistingar í íbúð 01-0102 í Árskógum 1a í flokki II, fjöldi gesta: 4.
Athugasemdir íbúa bárust.

Staðfest er að íbúðin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi, skráð byggingarstig húsnæðis er 7 og samræmist skipulagi.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 369. fundur - 16.01.2017

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting í flokki II - að Árskógum 1a.
Fyrir liggur að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt með handauppréttingu.