Gálgaklettur / menningarminjar í miðjum bæ

Málsnúmer 201606003

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 37. fundur - 06.06.2016

Fyrir liggur humynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að vekja Gálgaklett til vegs og virðingar í samhengi við þá sögulegu viðburði sem þar áttu sér stað á fyrri tímum.

Atvinnu og menningarnefnd þakkar fyrir ábendinguna og leggur til að gert verði upplýsingaskilti sem geri sögustaðnum skil. Starfsmanni falið að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að vekja Gálgaklett til vegs og virðingar í samhengi við þá sögulegu viðburði sem þar áttu sér stað á fyrri tímum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu og menningarnefnd og þakkar fyrir ábendinguna og leggur til að gert verði upplýsingaskilti sem geri sögustaðnum skil. Starfsmanni falið að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.