Uppbygging ferðamannastaða

Málsnúmer 201605022

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 341. fundur - 09.05.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er samstarfsverkefni sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða.

Bæjarráð leggur til að Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við verkefnisstjóra vegna vinnu við landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er samstarfsverkefni sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við verkefnisstjóra vegna vinnu við landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Fyrir liggja hugmyndir sem atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman að beiðni bæjarráðs um áfangastaði á Fljótsdalshéraði sem tilnefndir verði til landsáætlunar um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum árið 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir.