Ræsing, átaksverkefni NMÍ um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni

Málsnúmer 201601211

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Fyrir liggur bréf frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, dagsett 22. janúar 2016, þar sem Fljótsdalshérað er boðið samstarf um verkefnið Ræsing, sem er átaksverkefni til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu og felur starfsmanni að undirbúa samning við NMÍ. Þáttur sveitarfélagsins í verkefninu er kr. 1.000.000 og leggur nefndin til að það framlag komi úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs. Mótframlag Nýsköpunarmiðstöðvarinnar til verkefnisins verður kr. 2.000.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Fyrir liggur bréf frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, dagsett 22. janúar 2016, þar sem Fljótsdalshérað er boðið samstarf um verkefnið Ræsing, sem er átaksverkefni til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu og felur starfsmanni að undirbúa samning við NMÍ. Þáttur sveitarfélagsins í verkefninu er kr. 1.000.000 og leggur nefndin til að það framlag komi úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs. Mótframlag Nýsköpunarmiðstöðvarinnar til verkefnisins verður kr. 2.000.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.