Breytingar á starfsreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Málsnúmer 201601168

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Fyrir liggur bréf frá Ferðamálastofu, dagsett 18. janúar 2016, þar sem tilkynnt er um breytingar á starfsreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Einnig fylgir með reglugerð um starfsreglur sjóðsins vegna styrkveitinga. Umsækjendum sem lögðu inn umsóknir í haust s.l. er jafnframt gefinn kostur á að endurskoða umsóknir sínar með tilliti til nýrra reglna sjóðsins.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar breytingunum og leggur til að starfsmaður nefndarinnar endurskoði og endursendi þær umsóknir sem sveitarfélagið sendi til Framkvæmdastjóðsins í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.