Samstarfssamningur við Fimleikadeild Hattar um hátíðahöld og dagskrá 17. júní

Málsnúmer 201601135

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Fyrir liggja drög að samningi við Fimleikadeild Hattar um umsjón með hátíðahöldum og dagskrá 17. júní, Þjóðhátíðardagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerður verði nýr samningur við Fimleikadeild Hattar sem verði fjármagnaður af liðum 0571 kr. 1.000.000 og 0574 kr. 200.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Fyrir liggja drög að samningi við Fimleikadeild Hattar um umsjón með hátíðahöldum og dagskrá 17. júní, þjóðhátíðardagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði nýr samningur við Fimleikadeild Hattar sem verði fjármagnaður af liðum 0571 kr. 1.000.000 og 0574 kr. 200.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.