Umferðaröryggi við gatnamót Lágafells og Lagarfells

Málsnúmer 201510144

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 06.10.2015 þar sem Andri Guðlaugsson kt. 270886-2999 vekur athygli á skertri sýn ökumanna við bílastæði við Lagarfell 12 og óskar eftir að settur verði upp spegill til að auka umverðaröryggið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Málinu vísað til umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 9. fundur - 27.11.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 06.10.2015 þar sem Andri Guðlaugsson kt. 270886-2999 vekur athygli á skertri sýn ökumanna við bílastæði við Lagarfell 12 og óskar eftir að settur verði upp spegill til að auka umverðaröryggið. Málið var áður á dagskrá í umhverfis- og framkvæmdanefnd 27.10.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vinnuhópurinn leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að erindi bréfritara verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37. fundur - 09.12.2015

Að tillögu vinnuhópsins þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi bréfritara.

Samþykkt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.