Rammaáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 gerir ráð fyrir rúmlega níu milljón króna niðurskurði. Til þess að koma á móts við þessa niðurskurðarkröfu hafa eftirfarandi liðir verið lækkaðir: 02 44 - Lækkun stöðugilda í tómstundastarfi í Hlymsdölum sem nemur 50 %, eða kr. 2.908.911. 02 15 Kostnaður í heimaþjónustu verður dreginn saman auk gjaldskrár hækkunar. Alls nemur breytingin kr. 2.000.000. 02 51 Kostnaður vegna liðveislu verður dreginn saman sem nemur kr. 2.000.000.
Félagsmálanefnd bendir á að hægt væri að skapa tekjur hjá sveitarfélaginu með því að hefja á ný gjaldtöku vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Tekjur vegna þessa yrðu a.m.k. 800.000 á árinu 2016. Forsenda slíkra breytinga er að gjaldtaka almenningssamgangna verði tekin upp að nýju í sveitarfélaginu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Félagsmálanefnd leggst gegn frekari niðurskurði en hér kemur fram og óskar því eftir að rammi rekstaráætlunarinnar verði hækkaður sem nemur rúmum kr. 2.2 milljónum. Frekari niðurskurður mun hafa veruleg neikvæð áhrif á starfsemi félagsþjónustunnar. Nefndin bendir á hugsanlega hagræðingarmöguleika fyrir sveitarfélagið að ganga til samninga við félag eldri borgara um tómstundastarfið í Hlymsdölum.
Til þess að koma á móts við þessa niðurskurðarkröfu hafa eftirfarandi liðir verið lækkaðir:
02 44 - Lækkun stöðugilda í tómstundastarfi í Hlymsdölum sem nemur 50 %, eða kr. 2.908.911.
02 15 Kostnaður í heimaþjónustu verður dreginn saman auk gjaldskrár hækkunar. Alls nemur breytingin kr. 2.000.000.
02 51 Kostnaður vegna liðveislu verður dreginn saman sem nemur kr. 2.000.000.
Félagsmálanefnd bendir á að hægt væri að skapa tekjur hjá sveitarfélaginu með því að hefja á ný gjaldtöku vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Tekjur vegna þessa yrðu a.m.k. 800.000 á árinu 2016. Forsenda slíkra breytinga er að gjaldtaka almenningssamgangna verði tekin upp að nýju í sveitarfélaginu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.
Félagsmálanefnd leggst gegn frekari niðurskurði en hér kemur fram og óskar því eftir að rammi rekstaráætlunarinnar verði hækkaður sem nemur rúmum kr. 2.2 milljónum. Frekari niðurskurður mun hafa veruleg neikvæð áhrif á starfsemi félagsþjónustunnar. Nefndin bendir á hugsanlega hagræðingarmöguleika fyrir sveitarfélagið að ganga til samninga við félag eldri borgara um tómstundastarfið í Hlymsdölum.