Frumvarp til laga til umsagnar.

Málsnúmer 201510101

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 16.10.2015 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 225. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
Nefndin vekur athygli á, að öllu jöfnu er umsagnarfrestur sem nefndarsviðið Alþingis gefur umsagnaraðilum of skammur til að málið fái eðlilegan farveg innan stjórnsýslu sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
Jafnframt vekur bæjarstjórn athygli á, að öllu jöfnu er umsagnarfrestur sem nefndarsviðið Alþingis gefur umsagnaraðilum of skammur til að málið fái eðlilegan farveg innan stjórnsýslu sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.