Bifreiðastöður við byggingar HSA við Lagarás

Málsnúmer 201510061

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Erindi dagsett 23.09.2015 þar sem Steinunn Ásmundsdóttir f.h. framkvæmdastjóra lækninga HSA, óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hlutist til um að bifreiðastöður verði bannaðar beggja vegna Lagaráss, þar sem byggingar HSA standa. Einnig er óskað eftir að gerðar verði úrbætur á merkingum í götunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Málinu vísað til umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 9. fundur - 27.11.2015

Erindi dagsett 23.09.2015 þar sem Steinunn Ásmundsdóttir f.h. framkvæmdastjóra lækninga HSA, óskar eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hlutist til um að bifreiðastöður verði bannaðar beggja vegna Lagaráss, þar sem byggingar HSA standa. Einnig er óskað eftir að gerðar verði úrbætur á merkingum í götunni.
Málið var áður á dagskrá í umhverfis- og framkvæmdanefnd 27.10.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vinnuhópurinn samþykkir að leggja til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að bönnuð verði lagning ökutækja við vestari brún Lagaráss frá nyrðri innkeyrslu inn á plan HSA Lagarási 17-19 að gatnamótum Lagaráss og Miðvangs.
Einnig verð gerðar úrbætur á merkingum samkvæmt beiðni þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37. fundur - 09.12.2015

Að tillögu vinnuhópsins þá samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að lagning ökutækja verði bönnuð við vestari brún Lagaráss frá nyrðri innkeyrslu inn á plan HSA Lagarási 17-19 að gatnamótum Lagaráss og Miðvangs.
Einnig verða gerðar úrbætur á merkingum samkvæmt beiðni þar um.

Samþykkt

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu vinnuhópsins og umhverfis- og framkvæmdanefndar þá samþykkir bæjarstjórn að lagning ökutækja verði bönnuð við vestari brún Lagaráss frá nyrðri innkeyrslu inn á plan HSA Lagarási 17-19 að gatnamótum Lagaráss og Miðvangs.
Einnig verða gerðar úrbætur á merkingum samkvæmt beiðni þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.