Skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum til umsagnar.

Málsnúmer 201510035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 314. fundur - 12.10.2015

Bæjarráð leggur áherslu á það að Sambandi Ísl sveitarfélaga fari gaumgæfilega yfir skýrsluna til að greina þau áhrif sem niðurstöður hennar kunna að hafa á rekstur sveitarfélaga og réttindi og skyldur þeirra og íbúanna, svo sem barna og foreldra þeirra.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á það að Samband Ísl. sveitarfélaga fari gaumgæfilega yfir skýrsluna til að greina þau áhrif sem niðurstöður hennar kunna að hafa á rekstur sveitarfélaga og réttindi og skyldur þeirra og íbúanna, svo sem barna og foreldra þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.