Vegna liðar 1 í fundargerðinni leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði ný reikniregla þátttökugjalda sveitarfélaganna, þannig að auk brunabótamats mannvirkja og íbúafjölda sveitarfélaganna, verði líka tekinn inn í útreikninginn breytan hlutfall launakostnaðar slökkviliðs hvers sveitarfélags, samanber meðfylgjandi gögn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Vegna liðar 1 í fundargerð Brunavarna Austurlands, samþykkir bæjarstjórn að tillögu bæjarráðs að samþykkt verði ný reikniregla þátttökugjalda sveitarfélaganna, þannig að auk brunabótamats mannvirkja og íbúafjölda sveitarfélaganna, verði líka tekinn inn í útreikninginn breytan, hlutfall launakostnaðar slökkviliðs hvers sveitarfélags. Framangreint er samþykkt með vísan í meðfylgjandi gögn frá stjórn Brunavarna Austurlands.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (ÞMÞ)